fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
433Sport

Sævar sótillur í sófanum á Akureyri þegar sérfræðingar að sunnan sögðu þetta í beinni í gær – „Þá má leggja hana niður“

433
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA vandar þeim Ólafi Kristjánssyni og Bjarna Guðjónssyni ekki kveðjurnar eftir fyrsta þátt Stúkunnar þetta tímabilið. Guðmundur Benediktsson stýrði þættinum af stakri snilld í gær.

Ólafur og Bjarni voru sérfræðingar Stúkunnar þegar farið var yfir sviðið í gærkvöldi. Þeir fóru þar meðal annars yfir leik KA og KR sem endaði með 2-2 jafntefli á Akureyri.

Þar fékk Aron Sigurðarson rautt spjald seint í leiknum og var atvikið sýnt í þættinum, Aron keyrði þá inn í Andra Fannar Stefánsson miðjumann KA

Bjarni sem er fyrrum framkvæmdarstjóri KR og fyrrum leikmaður félagsins var á því að þetta væri líklega ekki rautt spjald og Ólafur tók undir það.

Sævar sat fyrir framan sjónvarpið á Akureyri og var ekki sáttur með það sem hann sá.

„Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna,“ sagði Sævar um þáttinn vinsæla á Stöð2 Sport.

Sævar segir að Sveinn Arnarson, fjórði dómari leiksins hafi verið upp við atvikið. „4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók.“

Sævar hélt svo áfram. „Já við erum sammála um að vera ósammála, ef þú slærð til leikmanns þá er það rautt og ekkert annað samkvæmt laga bokstafnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United og Liverpool á meðal áhugasamra – Skella á hann háum verðmiða

United og Liverpool á meðal áhugasamra – Skella á hann háum verðmiða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heldur spilunum þétt að sér varðandi Rashford

Heldur spilunum þétt að sér varðandi Rashford
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrða að leki hafi orðið úr herbúðum Real Madrid og að Ancelotti geri þessar breytingar fyrir kvöldið

Fullyrða að leki hafi orðið úr herbúðum Real Madrid og að Ancelotti geri þessar breytingar fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Verður ekki meira með United á tímabilinu

Verður ekki meira með United á tímabilinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bellingham fór að trúa í rútunni

Bellingham fór að trúa í rútunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skellir Pogba niður á jörðina með ótrúlegri uppástungu

Skellir Pogba niður á jörðina með ótrúlegri uppástungu
433Sport
Í gær

Eru líklegastir inn þegar Ástralinn fær sparkið

Eru líklegastir inn þegar Ástralinn fær sparkið
433Sport
Í gær

Þekkt par með stranga reglu í svefnherberginu – Þurftu að gera þetta ef hún var brotin

Þekkt par með stranga reglu í svefnherberginu – Þurftu að gera þetta ef hún var brotin