Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði öll mörk Íslands í 3-3 jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni í dag.
Sviss komst í 0-2 snemma leiks og fyrri hálfleikur Íslands var hrein skelfing. Karólína minnkaði þó muninn úr aukaspyrnu undir lok hans.
„Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur, ég hristi hausinn og skildi ekki hvað var í gangi,“ sagði hún við 433.is eftir leik.
Ísland skoraði mjög slysalegt sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks en svarðai með tveimur mörkum frá Karólínu. Stelpurnar okkar voru manni fleiri síðustu tuttugu mínútur leiksins.
„Við gerðum vel í seinni hálfleik þó við fáum auðvitað högg. Við hefðum getað stolið sigrinum í lokin en það tókst ekki.“
En var Karólína ekki sátt við sinn leik? „Jájá, en ég hefði samt viljað taka sigur. Við eigum að vinna þetta í lokin en það gekk ekki í dag,“ sagði hún.
Ítarlegra viðtal er í spilaranum.