Forráðamenn Tottenham hafa ekki neinn áhuga á því að kaupa Timo Werner sóknarmann frá RB Leipzig í sumar.
Werner hefur verið á láni hjá Tottenham í tæpa átján mánuði frá RB Leipzig.
Tottenham er með forkaupsrétt á Werner en enska félagið hefur engan áhuga á að nýta sér það. Werner hefur lítið gert í hvítu treyjunni.
Werner fer til Leipzig í sumar en þýska félagið vill losna við hann og búist er við að hann fari í annað lið.
Werner hefur ekki fundið taktinn síðustu ár en hann átti fína tíma hjá Chelsea áður en hann fór aftur heim til Þýskalands þar sem hlutirnir hafa ekki gengið vel.
🚨🚫 Tottenham position has not changed: Spurs won’t sign Timo Werner on permanent deal from RB Leipzig.
He’s gonna leave #THFC in June, return to Leipzig and assess new club options, as he’s expected to leave the German side again. pic.twitter.com/1Ck60HLcqO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 7, 2025