Bolano lék lengi vel á Ítalíu og varð til að mynda bikarmeistari með Parma 2002. Þá lék hann með kólumbíska landsliðinu á HM 1998.
Bolano er sagður hafa fengið hjartaáfall í kjölfar þess að hafa verið í afmælisveislu hjá fjölskyldumeðlim í heimalandinu. Það var farið með hann á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga honum.
Bolano lék með nokkrum stjörnum á ferlinum, þar á meðal Gianluigi Buffon, og hafa hann og fleiri minnst Bolano með hlýju í hjarta.