Byrjunarlið Þorsteins Halldórssonar fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í Þjóðadeildinni hefur verið gefið út.
Um mikilvægan leik er að ræða, en þetta eru tvö neðstu lið riðilsins og markmið Íslands að vera á meðal efstu tveggja.
Þorsteinn gerir eina breytingu á liði sínu frá jafntefli við Noreg fyrir helgi, en Alexandra Jóhannsdóttir kemur inn fyrir á miðjuna fyrir Hildi Antonsdóttur. Tók hún út leikbann í síðasta leik.
Fyrri leik liðanna í Sviss lauk með markalausu jafntefli og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í dag.