Chelsea ætlar að láta það vera að kaupa Victor Osimhen framherja Napoli í sumar, ekki virðast mörg stórlið á eftir honum.
Framherjinn frá Nígeríu er 26 ára gamall og er á láni hjá Galatasaray í Tyrklandi þar sem hann hefur raðað inn.
Manchester United er samkvæmt fréttum enn að skoða málið.
Osimhen er frábæra framherji en hann á enga framtíð hjá Napoli eftir læti sem voru þar síðasta sumar.
Osimhen vildi þá fara og var nálægt því að fara til Chelsea og Sádí Arabíu en endaði í Tyrklandi.