Arsenal valtaði yfir Evrópumeistara Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Það var spilað í London og heimamenn voru betri í fyrri hálfleik. Það var þó markalaust eftir hann en í þeim seinni tóku Skytturnar öll völd.
Declan Rice kom þeim yfir eftir tæpan klukkutíma leik með frábæru kaspyrnumarki. Rúmum tíu mínútum síðar skoraði hann enn betra aukaspyrnumark og staðan orðin 2-0.
Þegar um stundarfjórðingur lifði leiks innsiglaði Mikel Merino 3-0 sigur Arsenal með smekklegri afgreiðslu. Verk að vinna fyrir Real Madrid á heimavelli eftir rúma viku.
Inter vann þá ansi sterkan sigur á Bayern Munchen á útivelli.
Lautaro Martinez kom þeim yfir á 38. mínútu en goðsögnin Thomas Muller jafnaði fyrir heimamenn á 85. mínútu.
Davide Frattesi skoraði svo sigurmark Inter á 88. mínútu.