Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United og eiginkona hans Kate Ferdinand eru að gefast upp á Englandi og vilja flytja.
Þau skoða nú fasteignir og skóla í Dubai, Abu Dhabi og Barein.
Rio er 46 ára gamall en Kate er þrettán árum yngri, saman eiga þau tvö börn sem eru fjögurra og tveggja ára.
Fyrir á Rio þrjú börn úr fyrra sambandi en Rebecca Elison fyrrum eiginkona hans lést árið 2015.
Þau vilja komast í betra veður og betra umhverfi fyrir börnin sín og telja því rétt skref að fara til Mið-Austurlanda.