Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool segir frá því að hann sé að nálgast það að skrifa undir nýjan samning, málið gangi vel.
Van Dijk er að verða samningslaus í sumar líkt og Mo Salah og Trent Alexander-Arnold.
„Það er gangur í þessu,“ segir Van Dijk um stöðuna þessa stundina.
„Við erum í viðræðum, ég elska félagið og ég elska Liverpool. Ég elska stuðningsmenn liðsins.“
Trent er líklega á förum frá Liverpool en búist er við að Van Dijk og Salah verði áfram.
🚨 Virgil van Dijk on new contract: “There is progress, yeah”.
“These are internal discussions, I love the club, I love Liverpool, I love the fans”. pic.twitter.com/DIVc9UE9og
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 7, 2025