Mark Ogden blaðamaður hjá ESPN segir að Liam Delap sóknarmaður Ipswich sé efstur á óskalista Manchester United í sumar þegar kemur að styrkja sóknarlínuna.
Delap hefur verið öflugur með Ipswich á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur einnig áhuga.
Viktor Gyökeres, Benjamin Sesko og Victor Osimhen eru einnig á blaði United en Ogden segir Delap efstan á lista.
Delap er 22 ára gamall og var keyptur til Ipswich frá Manchester City síðasta sumar.
Delap hefur staðið sig vel í slöku liði Ipswich í vetur og er nú á óskalista stærri liða.