Ivan Juric mun ekki stýra Southampton áfram, en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í gær.
Nýliðarnir eru að eiga hræðilegt tímabil og eru með 10 stig. Féllu þeir formlega með 3-1 tapi gegn Tottenham í gær.
Juric tók við Southampton í desember af Russel Martin og nú tekur Simon Rusk við af honum til bráðabirgða út tímabilið. Adam Lallana verður honum til aðstoðar.
Undir stjórn Juric tapaði Southampton tólf leikjum, vann einn og gerði eitt jafntefli.
Southampton gæti enn orðið versta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, en sem stendur er það Derby sem náði í 11 stig á sínum tíma.
We have today reached an agreement with our Men’s First Team Manager, Ivan Jurić, to end his spell at the club.
— Southampton FC (@SouthamptonFC) April 7, 2025