Mikael Nikulásson sérfræðingur Þungavigtarinnar og fyrrum þjálfari KFA vill sjá eina breytingu á byrjunarliði Vals eftir fyrstu umferð.
Rætt var í þætti dagsins að Val vantaði að nýta breidd vallarins betur og Sigurður Egill Lárusson geti leyst það.
Sigurður hefur mikið verið á bekknum hjá Srdjan Tufegdzic í vetur og byrjaði fyrsta leik tímabilsins gegn Vestra á bekknum. Liðin gerðu 1-1 jafntefli.
„Ég myndi vilja fá Sigurð Egil þarna vinstra megin, ég skil ekki alveg pælinguna með hann og frystikistuna. Hann fær fimm mínútur,“ segir Mikael um stöðu Sigurðar.
Sigurður hefur undanfarnar vikur verið orðaður við önnur lið en Mikael vill hann í byrjunarlið Vals í næstu umferð.
„Hann hlýtur að koma inn í liðið á móti KR, ég skil þetta ekki alveg. Ég myndi setja hann inn í liðið.“