Valur olli miklum vonbrigðum í fyrsta leik sínum í Bestu deild karla í ár með því að gera jafntefli við Vestra.
Vestri komst yfir snemma í seinni hálfleik áður en markavélin Patrick Pedersen bjargaði stigi fyrir Val.
Mark Vestra ansi skrautlegt en það var sjálfsmark Orra Sigurðar Ómarssonar.
Lokatölur urðu 1-1, en hér að neðan má sjá sjálfsmarkið og annað markvert úr leiknum.