Liverpool er sagt vera að horfa til Barcelona í leit að mögulegum eftirmanni Virgil van Dijk en framtíð hans er óljós.
Relevo á Spáni segir að Liverpool sé að skoða miðvörðinn Ronaldo Araujo sem er á mála hjá spænska félaginu.
Van Dijk verður samningslaus í sumar og er enn óljóst hvort hann framlengi við félagið – það er þó talið vera í vinnslu.
Araujo verður fáanlegur fyrir 65 milljónir í sumar en sá frestur rennur út þann 15. júlí.
Araujo er mjög öflugur miðvörður og hefur staðið sig vel með Barcelona en hvort hann horfi til Englands kemur ekki fram í fréttinni.