Manchester United goðsögnin og sparkspekingurinn Gary Neville segir að félagið þurfi minnst fimm leikmenn í sumar.
United er að eiga afleitt tímabil og situr í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við frá því hann tók við sem stjóri af Erik ten Hag.
„Þrír fremstu menn eru ekki nógu góðir og kantbakverðirnir ekki heldur. Þeir þurfa fimm leikmenn sem er nógu góðir til að spila þetta kerfi,“ sagði Neville eftir markalaust jafntefli United við Mancheter City í gær.
Það má því gera ráð fyrir að Neville sé að tala um menn eins og Rasmus Hojlund, Alejandro Garnacho, Diogo Dalot og nýja manninn Patrick Dorgu, sem kom í janúar.