Veðrið hefur nær allt að segja um mætingu Íslendinga á völlinn í Bestu deildinni. Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF, sagði frá þessu í samtali við 433.is fyrir helgi.
Besta deildin er alltaf að stækka í karla- og kvennaflokki en mæting á völlinn, og skortur á henni, er þrátlát í kringum mótin hér heima.
„Þetta er tvíeggja sverð fyrir okkur. Við erum að selja sjónvarpsréttindi en viljum að fólk mæti á völlinn,“ sagði Björn Þór í viðtalinu, þar sem farið var yfir markaðshliðina á Bestu deildinni í aðdraganda komandi tímabils, sem hófst um helgina.
„Það sem gerðist síðasta sumar var að við fengum hræðilegt veður og við sáum í Gallúp-könnun að það var 100 prósent aukning í því að fólk sagðist ekki fara á völlinn því það var vont veður.
Þetta snýst bara um að klæða sig og þá er stemning,“ sagði Björn Þór enn fremur.
Ítarlegt viðtal við Björn Þór má sjá í spilaranum.