Bukayo Saka liggur ekki á að framlengja samning sinn við Arsenal en gefur sterklega í skyn að framtíð hans liggi innan raða félagsins.
Saka sneri nýlega aftur á völlinn, en hann einn allra besti leikmaður Arsenal og algjör lykilmaður. Samningur hans rennur út eftir tvö ár og ljóst að félagið vill framlengja við hann.
„Ég vil sigra og gera það í þessari treyju. Stuðningsmennirnir vita hversu mikið ég elska þá og miðað við síðasta leik elska þeir að fá mig aftur, svo þetta er gott samband. Ég er svo glaður hér og vil bara einbeita mér að því að sigra,“ sagði Saka við fréttamenn fyrir leikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni annað kvöld.
„Ég held að engum liggi á í samningsviðræðunum. Það eru tvö ár eftir af núgildandi samningi svo það liggur ekki beint á. Það vita allir hvar ég stend.“