Ítalska sjónvarpskonan Diletta Leotta, sem notiði hefur mikilla vinsælda við knattspyrnuumfjöllun í heimalandinu, lenti í miður skemmtilegri reynslu á flugvelli í Þýskalandi á dögunum.
Leotta er einnig kærasta Lorius Karius, fyrrum markmanns Liverpool sem nú spilar með Schalke í heimalandinu Þýskalandi.
Hún var einmitt á leið heim til Ítalíu eftir heimsókn til Karius þegar hún lenti í uppákomunni leiðinlegu.
„Ég var á leið í gegnum öryggishlið þegar lögreglukona kom og vildi athuga eitthvað með mig. Hún kreisti brjóstin mín, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Leotta.
„Á einum tímapunkti var ég næstum nakin. Hún vildi leita undir höndunum á mér en ég var ekki með neitt þar. Hún fór að kitla mig undir handakrikinum, þetta var ömurleg pynting. Hún sagði mér einnig að fara úr skónum og kitlaði mig undir tánum.“
Þegar þetta allt átti sér stað rifjaðist upp atvik úr æsku Leotta.
„Bróðir minn hélt mér svona og kitlaði mig undir höndunum. Hann var mjög sterkur, kitlaði mig alls staðar og ég pissaði stundum á mig út af því.“