Antony er orðaður við Atletico Madrid í spænskum blöðum í dag.
Antony er á láni hjá Real Betis frá Manchester United, en hann fór þangað í janúar og verður út leiktíðina.
Óhætt er að segja að hann hafi kveikt í ferli sínum á ný á Spáni, en Brasilíumaðurinn hafði ekkert getað frá því hann var keyptur til United frá Ajax 2022 á himinnháa upphæð.
Betis vill fá Antony endanlega en ekki er víst hvort það er raunhæft fjárhagslega.
Stórlið Atletico hefur meira milli handanna og er sagt til í að greiða yfir 60 milljónir punda fyrir Antony.