Newcastle vann góðan 0-3 sigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er umferðinni þar með lokið.
Jacob Murphy var í stuði í leiknum og skoraði tvö mörk.
Harvey Barnes skoraði eitt gegn slöku Leicester liði sem hefur verið í frjálsu falli í vetur.
Newcastle er með 53 stig í fimmta sæti eftir leikinn og er Manchester City komið niður í sjötta sætið.
Leicester er með 17 stig í næst neðsta sæti og er fimmtán stigum frá öruggu sæti.