Það fór vel á með þeim Bruno Fernandes og Kevin De Bruyne eftir Manchester-slaginn mill United og City á Old Trafford í gær og talaði sá fyrrnefndi vel um Belgann eftir leik.
Hinn 33 ára gamli De Bruyne tilkynnti í síðustu viku að hann væri að fara frá City eftir áratug hjá félaginu, þar sem hann var lengi vel einn besti leikmaður þess.
Hann og Fernandes byrjuðu leikinn í gær, en honum lauk með markalausu jafntefli. Sem fyrr segir fór vel á með þeim eftir leik og var Portúgalinn spurður út í De Bruyne ftir leik.
„Hann gerði ensku úrvalsdeildina betri. Hann á allt lof skilið, hann hefur staðið sig frábærlega,“ sagði hann.
Bruno & De Bruyne at full-time.
It was a pleasure watching you in blue, Kevin. What a competition. ❤️ pic.twitter.com/iNa6JR5rSB
— UtdPaper (@UtdPaper_) April 6, 2025