fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs afhjúpaði leyndarmál í beinni hjá Gísla Marteini – „Er nokkur að horfa á þennan þátt?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. apríl 2025 08:00

Arnar Gunnlaugsson. Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór á kostum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV fyrir helgi og afhjúpaði til að mynda leyndarmál, eins og hann orðaði það.

Eins og gjarnan var farið um víðan völl í þessum geysivinsæla spjallþætti og ræddi Arnar það meðal annars þegar hann tók þátt í hinni fornfrægu Freestyle-keppni í Tónabæ seint á níunda áratugnum.

„Nú er ég að segja ykkur leyndarmál og vona að þetta sé „circle of trust,“ eða er nokkur að horfa á þennan þátt?“ sagði Arnar og uppskar mikinn hlátur viðstaddra, áður en hann hélt áfram.

„Ég var í þriðja sæti í danskeppni, freestyle í Tónabæ. En ég verð að viðurkenna, við vorum fimm strákar og fimm stelpur og ég í rauninni bara stóð og stelpurnar voru að standa í kringum okkur. En ég var hluti af þessu er það ekki?“ sagði Arnar léttur.

Hann fór svo nánar út í þetta og sagði til að mynda af hópurinn hafi komið ofan af Akranesi og hann hafi tekið þátt árið 1989.

„Þetta er svokallaður moli,“ sagði Gísli Marteinn og hafði klárlega gaman að frásögn Arnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óþægilegar æskuminningar rifjuðust upp eftir ömurlega uppákomu á flugvellinum – „Á einum tímapunkti var ég næstum nakin“

Óþægilegar æskuminningar rifjuðust upp eftir ömurlega uppákomu á flugvellinum – „Á einum tímapunkti var ég næstum nakin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sama afsökunin hjá nær öllum Íslendingum

Sama afsökunin hjá nær öllum Íslendingum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Liverpool sé að horfa til Spánar í leit að eftirmanni Van Dijk

Segja að Liverpool sé að horfa til Spánar í leit að eftirmanni Van Dijk
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svarar kvartandi stuðningsmönnum fullum hálsi: Vilja meina að hann opni aldrei veskið – ,,Þeir taka ekki eftir því“

Svarar kvartandi stuðningsmönnum fullum hálsi: Vilja meina að hann opni aldrei veskið – ,,Þeir taka ekki eftir því“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fullyrða að Gyokores sé búinn að taka ákvörðun – Semur við þetta lið í sumar

Fullyrða að Gyokores sé búinn að taka ákvörðun – Semur við þetta lið í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur í þriggja leikja bann fyrir fáránlega hegðun

Dæmdur í þriggja leikja bann fyrir fáránlega hegðun