Manchester City vill Florian Wirtz til að leysa af Kevin De Bruyne í sumar og leiðir kapphlaupið um hann samkvæmt fréttum frá Englandi.
Þessi 21 árs gamli leikmaður er einn sá eftirsóttasti í heimi og hefur hann verið orðaður við bæði Bayern Munchen og City undanfarið.
Talað hefur verið um að félag Wirtz, Bayer Leverkusen, vilji 100 milljónir punda fyrir hann.
City leiðir sem fyrr segir kapphlaupið og gæti hann verið fullkominn arftaki De Bruyne, sem er á förum í sumar. Pep Guardiola, stjóri liðsins, er mikill aðdáandi Wirtz.