Thomas Muller hefur staðfest það að hann sé á förum frá Bayern Munchen en hann kveður eftir tímabilið.
Þessi 35 ára gamli leikmaður hefur leikið með Bayern allan sinn feril og hefur spilað tæplega 800 leiki fyrir félagið.
Muller hefur ekki verið í lykilhlutverki á þessu tímabili en hann hefur skorað eitt mark í 24 deildarleikjum.
Muller gaf frá sér tilkynningu á Instagram en hann gaf þó ekki í skyn að skórnir væru að fara á hilluna.
Líklegt er að Muller spili með öðru félagi næsta vetur en það mun koma í ljós á næstu vikum.