Dominik Szoboszlai, leikmaður Liverpool, var heldur betur plataður í heimalandi sínu Ungverjalandi á dögunum.
Szoboszlai er ein stærsta stjarnan í Ungverjalandi en T Mobile þar í landi ákvað að gera ‘styttu’ af honum og mætti hann á viðburðinn.
Það er óhætt að segja að styttan hafi verið hrein hörmung og var leikmaðurinn alls ekki sáttur með niðurstöðuna.
Seinna kom í ljós að um grín var að ræða og var landsliðsmaðurinn skiljanlega feginn eftir að hafa fengið þær fréttir.
Þetta minnir á gamla þætti með Auðunni Blöndal hérlendis sem báru nafnið ‘Tekinn’ þar sem okkar maður náði að gera gott grín í frægum aðilum.
Afskaplega skemmtilegt en þetta má sjá hér.
T Mobile in Hungary unveiled a new statue of Dominik Szoboszlai…
Safe to say he wasn’t happy 😅pic.twitter.com/lFDNwlKbJw
— Watch LFC (@Watch_LFC) April 4, 2025