Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United og Ajax, sást í stúkunni í kvöld er lið Roma og Juventus áttust við.
Ten Hag er atvinnulaus í dag en eftir brottrekstur frá United hefur hann ekki fundið sér nýtt félag.
Talið er að Roma sé mögulega að íhuga að ráða Ten Hag sem gerði flotta hluti með Ajax en gengið í Manchester var ekki svo gott.
Hollendingurinn var myndaður í stúkunni í 1-1 jafnteflinu í kvöld en hann yrði þá líklega ráðinn eftir tímabilið.
Claudio Ranieri er í dag stjóri Roma og tók við fyrr á tímabilinu og hefur náð að snúa gengi liðsins við.