Cristiano Ronaldo segist ekki vera að eltast við það að skora þúsund mörk á ferlinum áður en skórnir fara á hilluna.
Þetta sagði Ronaldo eftir sigur Al-Nassr á Al-Hilal á föstudaginn en leikið var í Sádi Arabíu.
Ronaldo skoraði tvennu í sigri sinna manna og er nú aðeins 69 mörkum frá því að skora þúsund mörk sem er galinn árangur.
Portúgalinn segist ekki vera að einbeita sér að því og vill njóta augnabliksins frekar en að hugsa um framtíðina.
,,Njótum augnabliksins! Ég er ekki að elta þessi þúsund mörk, ef það gerist þá væri það fullkomið. Ef ekki þá gerist það ekki,“ sagði Ronaldo.
,,Núið er það mikilvægasta því maður veit aldrei hvað gerist. Njóttu augnabliksins, við vorum að vinna frábæran sigur og ég segi það ekki því ég skoraði.“