Andy Robertson, liðsfélagi Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool, var spurður út í framtíð leikmannsins í gær.
Robertson segir að Trent sé ekki á besta andlega staðnum þessa stundina en ástæðan er þó ekki möguleg skipti til Spánar.
Skotinn segir að það fari illa í Trent að vera meiddur og geta ekki hjálpað enska stórliðinu en vildi ekkert gefa upp varðandi framtíð leikmannsins.
,,Hausinn á Trent er ekki á frábærum stað en það er vegna þess að hann er meiddur – hann hatar að vera meiddur,“ sagði Robertson.
,,Það er enginn sem er hrifinn af því að glíma við meiðsli en þetta tekur aðeins meira á fyrir Trent, það er það eina sem hann einbeitir sér að.“
,,Ég get ekki tjáð mig um möguleg skipti til Real Madrid, við erum ekki að fylgjast með því sem fjallað er um.“