Harry Kane, leikmaður Bayern Munchen, er óánægður með mann sem ber nafnið Cedric Zesiger og spilar með Augsburg.
Þessi tvö lið mættust um helgina í efstu deild Þýskalands en Bayern fagnaði mikilvægum 3-1 sigri í toppbaráttunni.
Zesiger fékk að líta rautt spjald á 59. mínútu fyrir brot á Kane en sá enski náði að klára leikinn og skoraði annað mark liðsins.
Kane segist hafa verið heppinn að hafa ekki meiðst alvarlega en bætir við að hann verði klár í leik gegn Inter Milan í Meistaradeildinni í vikunni.
,,Þetta var klárt annað gult spjald, hann tæklaði mig aftan frá. Þetta var stórhættulegt brot og hefði getað skemmt á mér ökklann,“ sagði Kane.
,,Við áttum líka að fá vítaspyrnu í kjölfarið. Ég er nokkuð bóltinn en ég er vanur því. Ég hef ekki miklar áhyggjur og þetta verður í lagi.“