Emmanuel Petit, fyrrum heimsmeistari með Frakklandi, hefur nefnt þrjá þjálfara sem hafa valdið miklum vonbrigðum á þessu tímabili.
Petit nefnir stjóra hjá stórliðum eða þá Pep Guardiola, Ange Postecoglou og Ruben Amorim.
Bæði Pep og Ange byrjuðu tímabilið með Manchester City og sá síðarnefndi með Tottenham en Amorim tók við Manchester United í nóvember og hefur lítið náð að laga gengi liðsins.
,,Það er erfitt fyrir mig að segja að Pep Guardiola hafi verið mestu vonbrigðin á tímabilinu en hann tilheyrir þeim hóp,“ sagði Petit.
,,Ég myndi setja Ange Postecoglou í sama hóp þó að hann sé ekki sá eini sem ber ábyrgð á því sem gengur á hjá Spurs.“
,,Ég þarf líka að benda á Ruben Amorim, hann er að gera það sama og svo margir aðrir hafa gert hjá Manchester United. Eru vandræði félagsins bara honum að kenna? Nei – þessi vandræði eru dýpri en það.“