Southampton gæti sett ansi slæmt met í dag er liðið spilar við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Southampton er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tíu stig og fær erfitt verkefni í leikviku 31 í dag.
Ef Southampton tapar þá er ljóst að liðið er fallið úr efstu deild en liðið á enn tölfræðilega möguleika á að halda sér uppi.
Ekkert lið í sögunni hefur fallið eftir aðeins 31 umferð en metið eiga bæði Derby og Huddersfield sem féllu eftir 32 umferðir.
Derby 2007-2008 er talið versta lið í sögu úrvalsdeildarinnar en liðið fékk aðeins 11 stig úr 38 leikjum.