Bayern Munchen hefur fengið virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki gegn Inter Milan í Meistaradeildinni.
Jamal Musiala, einn mikilvægasti leikmaður Bayern, er að glíma við meiðsli og verður frá í nokkra mánuði miðað við nýjustu fréttir.
Talið er að Musiala hafi slitið liðband í 3-1 sigri á Augsburg í þýsku deildinni en hann þurfti að fara af velli.
Líklegast er að Musiala verði frá í tvo til þrjá mánuði en gæti mögulega náð úrslitaleik Meistaradeildarinnar ef Bayern fer alla leið.
Fyrri leikur Bayern og Inter er á þriðjudaginn en leikið er á Allianz Arena í átta liða úrslitum.