Manchester United 0 – 0 Manchester City
Lokaleikur ensku úrvalsdeildarinnar þessa helgina var engin stórkostleg skemmtun en spilað var á Old Trafford í Manchester.
Um var að ræða grannaslag en Englandsmeistararnir í Manchester City komu í heimsókn.
Því miður fyrir áhorfendur var ekkert mark skorað sem er smá áfall fyrir City í Meistaradeildarbaráttu.
City er eftir leikinn í fimmta sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Chelsea en United fer upp fyrir Tottenham og er í 13. sætinu.