Jose Mourinho hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann í Tyrklandi fyrir hegðun sína í leik gegn Galatasaray.
Sá sérstaki er í dag stjóri Fenerbahce þar í landi en hann ákvað að klípa í nef stjóra Galatasaray, Okan Buruk, sem náðist á upptöku.
Portúgalinn sér væntanlega eftir þessari ákvörðun í hita leiksins í dag en hann þarf nú að taka á sig þriggja leikja hliðarlínubann.
Tyrknenska knattspyrnusambandið skoðaði það að dæma Mourinho í fimm til tíu leikja bann en ákvað að lokum að halda sig við þrjá leiki.
Þetta er í annað sinn árið 2025 sem Mourinho er dæmdur í hliðarlínubann en hann var dæmdur í febrúar fyrir meint rasísk ummæli í leik gegn einmitt Galatasaray.