Valur 1 – 1 Vestri
0-1 Orri Sigurður Ómarsson(’46, sjálfsmark)
1-1 Patrick Pedersen(’65)
Val tókst ekki að vinna opnunarleik sinn í Bestu deild karla er liðið spilaði við Vestra nú í dag.
Vestri sótti virkilega gott stig á Hlíðarenda en það voru þó tveir Valsarar sem komust á blað í leiknum.
Orri Sigurður Ómarsson kom Vestra yfir en hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan óvænt 0-1.
Patrick Pedersen sá svo um að tryggja Val stig úr leiknum en ljóst að Valsarar geta ekki verið sáttir með eitt stig í þessari viðureign.