KA 2 – 2 KR
0-1 Luke Rae(’11)
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson(’25)
2-1 Hans Viktor Guðmundsson(’32)
2-2 Jóhannes Kristinn Bjarnason(’43)
Næst síðasti leikur helgarinnar í Bestu deildinni var nokkuð fjörugur en spilað var á Akureyri klukkan 16:15.
Það var KR sem kom í heimsókn en fjögur mörk voru skoruð í leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli.
Það var hiti í leiknum en Aron Sigurðarson fékk að líta rautt spjald undir lok leiks fyrir að slá til Andra Fannars Stefánssonar.
Annar leikmaður KR, Hjalti Sigurðsson, fékk svo rautt spjald á lokasekúndunum en hann safnaði tveimur gulum spjöldum.
Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum en KR komst yfir áður en heimamenn tóku forystuna.
Jóhannes Kristinn Bjarnason sá um að tryggja KR-ingum stig á markamínútunni, þeirri 43.