Fram 0 – 1 ÍA
0-1 Rúnar Már Sigurjónsson(’26)
Lokaleik helgarinnar í Bestu deild karla er nú lokið en Fram fékk ÍA í heimsókn í ansi bragðdaufum leik.
Rúnar Kristinsson og hans menn þurftu að taka tapi í fyrstu umferð en Skagamenn höfðu betur, 0-1.
Það var fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson sem skoraði markið á 26. mínútu.
Rúnar minnti hressilega á sig með þessu marki en það kom beint úr aukaspyrnu og var afskaplega laglegt.