Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hefur í raun skotið á félagið en hann er sagður vera undir pressu í Lundúnum í dag.
Postecoglou segir að það sé afrek að ná að endast um tvö ár í starfi hjá Tottenham sem hefur verið ansi duglegt að skipta um þjálfara síðustu árin.
Daniel Levy sér um hlutina á bakvið tjöldin hjá Tottenham en hann hefur litla þolinmæði og gæti verið að íhuga það að reka Postecoglou fyrir næsta tímabil.
,,Ég hef náð að vera í næstum tvö ár hjá Tottenham sem er ansi gott miðað við Tottenham,“ sagði Postecoglou.
,,Á einhverjum tímapunkti þá þarf félagið að halda sig við eitthvað. Það er líf eftir þetta fyrir alla. Bæði fyrir mig og Tottenham.“
,,Ég er hrifinn af þessari áskorun en ég get ekki barist við ósýnilegan andstæðing. Ég veit ekki hvernig ég tek á því.“