Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall þá eru allar líkur á því að Lamine Yamal verði einn launahæsti leikmaður Barcelona seinni hluta árs.
Frá þessu greinir Mundo Deportivo á Spáni en Barcelona vill framlengja samning leikmannsins til ársins 2030.
Um er að ræða einn efnilegasta ef ekki efnilegasta leikmann heims en hann verður 18 ára gamall í sumar.
Mundo Deportivo segir að Yamal muni líklega krota undir á afmælisdeginum og er ekki von á tilkynningu á næstunni.
Yamal myndi þéna jafn mikið og stjörnur Barcelona en nefna má Pedri, Gavi og Raphinha.