Það er komið að fyrsta sætinu og þar spáum við því að Breiðablik verji Íslandsmeistaratitil sinn. Liðið er á leið inn í sitt annað tímabil með Halldór Árnason við stjórnvölinn, hefur styrkt sig vel og lítur vel út.
Hrafnkell Freyr Ágústson, séfrfræðingur um Bestu deildina, hefur eftirfarandi að segja um Breiðablik:
1. sæti: Breiðablik – Blikar hafa gert vel á markaðnum í að yngja upp liðið. Ég hef áhyggjur af hafsentastöðunni eftir að hafa misst Damir því hann hefur bundið þessa vörn saman í um tíu ár. Ég hef samt trú á að Ásgeir Helgi, Daniel Obbekjær eða Arnór Gauti geti leyst þetta með Viktori. Ég hrikalega spenntur fyrir bæði Valgeiri og Óla Val. Þeir voru báðir hrikalega flottir í Meistari meistaranna.
Lykilmaðurinn: Höskuldur Gunnlaugsson – Þetta er mjög einfalt, einn besti leikmaður deildarinnar.
Þarf að stíga upp: Arnór Gauti – Það er erfitt að velja leikmann sem þarf að stíga upp í Íslandsmeistaraliði en ég vel Arnór Gauta því ég held að hann þurfi töluvert að spila sem hafsent.