Real Madrid missteig sig hressilega í La Liga í dag er liðið mætti Valencia á heimavelli sínum Santiago Bernabeu.
Valencia kom sá og sigraði á útivelli og er nú sjö stigum frá fallsæti eftir mjög gott gengi undanfarið.
Þetta hefur slæm áhrif á stöðu Real í deildinni en liðið er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Barcelona.
Barcelona á hins vegar leik til góða en liðið spilar við Real Betis í kvöld klukkan 19:00.
Vinicius Junior klikkaði á víti og skoraði í 2-1 tapi en Hugo Duro tryggði Valencia sigur á 95. mínútu.