Paris Saint-Germain er meistari í Frakklandi árið 2025 en þetta er í þrettánda sinn sem liðið vinnur titilinn.
PSG hefur í þónokkur ár verið langbesta lið Frakklands enda í mun sterkari fjárhagsstöðu en önnur félög.
PSG á möguleika á því að vinna deildina taplaust en eftir 28 leiki er liðið með 74 stig.
Meistararnir hafa enn ekki tapað leik en hafa gert fimm jafntefli – markatala liðsins er 54 í plús.
PSG vann lið Angers í kvöld sem tryggði titilinn þetta árið.