fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
433Sport

Höskuldur fagnaði komu dóttur sinnar með marki: ,,Það var viðeigandi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. apríl 2025 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik Breiðabliks við Aftureldingu í Bestu deildinni.

Höskuldur skoraði fyrsta mark Bestu deildarinnar árið 2025 en hann kom boltanum í netið úr vítaspyrnu í 2-0 sigri.

Fyrirliðinn hrósaði Aftureldingu fyrir þeirra nálgun í þessum leik en var einnig nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna.

,,Það er hrós á þá, þeir seldu sig dýrt og voru hugrakkir að spila. Þeir komu inn í seinni hálfleikinn með öðruvísi leikplan sem gerði það að verkum að pressan okkar sem var góð var ekki jafn kröftug,“ sagði Höskuldur við Stöð 2 Sport.

Höskuldur eignaðist dóttur stuttu fyrir leik eða um miðnætti í gær og gat varla fagnað því betur en með marki í kvöld.

,,Það er hárrétt, það var lítil prinsessa sem kom rétt eftir miðnætti og það var viðeigandi að fagna komu hennar með marki og góðum opnunarleik, takk kærlega.“

,,Í fyrri hálfleik vorum við vel ‘syncaðir’ og sköpuðum fleiri færi. Þetta var öflug frammistaða heilt yfir. Ég verð að gefa þeim credit, mér fannst þeir stíga upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungverskur Auddi Blö fór illa með stjörnu Liverpool: Sjáðu kostuleg viðbrögð – ,,Þetta er stórslys“

Ungverskur Auddi Blö fór illa með stjörnu Liverpool: Sjáðu kostuleg viðbrögð – ,,Þetta er stórslys“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gætu sett afskaplega óheppilegt met í úrvalsdeildinni í dag

Gætu sett afskaplega óheppilegt met í úrvalsdeildinni í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær falleinkunn fyrir frammistöðu sína í rúminu – ,,Hann fékk það á nokkrum mínútum“

Fær falleinkunn fyrir frammistöðu sína í rúminu – ,,Hann fékk það á nokkrum mínútum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Egill hætti snarlega við er hann sá verðið – „Mér líður hvort eð er ekki sérlega vel í manngrúa“

Egill hætti snarlega við er hann sá verðið – „Mér líður hvort eð er ekki sérlega vel í manngrúa“
433Sport
Í gær

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“
433Sport
Í gær

England: Aston Villa vann gríðarlega mikilvægan sigur

England: Aston Villa vann gríðarlega mikilvægan sigur
433Sport
Í gær

England: Ipswich 12 stigum frá öruggu sæti – Þrjú rauð spjöld í einum leik

England: Ipswich 12 stigum frá öruggu sæti – Þrjú rauð spjöld í einum leik
433Sport
Í gær

Segir að risastórt enskt félag sé að horfa til mannsins sem var rekinn frá West Ham

Segir að risastórt enskt félag sé að horfa til mannsins sem var rekinn frá West Ham