Mats Hummels hefur staðfest það að hann ætli að leggja skóna á hilluna í sumar eftir mjög farsælan feril.
Hummels er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Borussia Dortmund en hann lék þar frá 2009 til 2016 og svo frá 2019 til 2024.
Í millitíðinni lék varnarmaðurinn með Bayern Munchen en er í dag á mála hjá Roma á Ítalíu og er í varahlutverki.
Hummels verður 37 ára gamall í desember en hann lék einnig 78 landsleiki fyrir Þýskaland frá 2010 til 2023.
Hummels er uppalinn hjá Bayern en færði sig yfir til Dortmund endanlega árið 2009.