Leicester City setti ansi slæmt met í vikunni er liðið mætti Englandsmeisturum Manchester City.
Enskir miðlar vekja athygli á þessu meti en Leicester er að öllum líkindum á leið niður í næst efstu deild.
Eftir 30 leiki er liðið með 17 stig í 19. sætinu og tapaði 2-0 gegn City í vikunni og var það verðskuldað tap.
Þetta var í 25. sinn á tímabilinu þar sem Leicester fær á sig fyrsta mark leiksins sem bætir met Ipswich frá árinu 1995.
Ipswich lenti undir með fyrsta marki 24 sinnum í 38 leikjum það tímabil og fór rakleiðis niður um deild eftir afskaplega slæmt tímabil.
Leicester er þarna að bæta 30 ára gamalt met og er ljóst að starf Ruud van Nistelrooy gæti verið í mikilli hættu eftir frammistöðuna undanfarnar vikur.