Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni og var nóg af mörkum í þessum fjörugu viðureignum klukkan 14:00.
Ipswich tapaði heima 2-1 gegn Wolves eftir að hafa komist yfir með marki frá hinum öfluga Liam Delap.
Ipswich er því á leið niður í Championship deildina en liðið er 12 stigum frá Wolves sem situr í öruggu sæti.
Southampton og Leicester eru á leið niður ásamt Ipswich nema liðin í raun vinni alla sína leiki sem eftir eru.
Crystal Palace lyfti sér upp í 11. sæti deildarinnar á sama tíma með flottum 2-1 heimasigri á Brighton.
Það fóru þrjú rauð spjöld á loft í þeim leik en Eddie Nketiah, Marc Guehi og Jan Paul van Hecke fengu allir tvö gul spjöld.
West Ham og Bournemouth áttust þá við en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli í Lundúnum.