Everton 1 – 1 Arsenal
0-1 Leandro Trossard(’34)
1-1 Iliman Ndiaye(’49, víti)
David Moyes heldur áfram að ná í stig með lið Everton en liðið hefur nú gert fimm jafntefli í síðustu sex leikjum sínum.
Everton spilaði fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag og mætti Arsenal sem situr í öðru sætinu.
Leandro Trossard kom Arsenal yfir í þessum leik en Iliman Ndiaye jafnaði metin fyrir heimamenn úr vítaspyrnu.
Arsenal er nú fimm stigum á undan Nottingham Forest sem er í þriðja sæti og á leik til góða.