Breiðablik 2 – 0 Afturelding
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson(‘7, víti)
2-0 Tobias Thomsen(’33)
Breiðablik byrjar Íslandsmótið hér heima vel en liðið spilaði við nýliða Aftureldingar á heimavelli sínum í kvöld.
Leikið var á Kópavogsvelli en Blikar unnu 2-0 sigur og má segja að hann hafi verið sannfærandi.
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði fyrra mark Blika úr vítaspyrnu og Tobias Thomsen bætti við því öðru.
Afturelding kemst ágætlega úr sínum fyrsta leik í mótinu en liðið tryggði sér sæti í efstu deild síðasta sumar.