Starfamaður í VAR herberginu í Búlgaríu hefur verið sendur í bann eftir að hann var gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik.
Um var ræða atvik á miðvikudag í toppleik CSKA Sofia og Lokomotiv Sofia þar sem CSKA vann 1-0.
Ekki er vitað hvað dómarinn var að gera en augljóst var í miðjum leik að hann væri að skoða veðmálasíður.
Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð samkvæmt knattspyrnusambandinu í Búlgaríu og hefur hann verið settur í bann.
Atvikið er hér að neðan.
❗PILLADO APOSTANDO❗
En la Liga de Bulgaria, el técnico de imágenes (un auxiliar externo que no es árbitro) fue pillado en la cabina del VAR en pleno partido entrando desde su celular a una plataforma de apuestas deportivas ¡Ninguna Liga debe permitir moviles en la sala VOR!❌ pic.twitter.com/3QeUbOOeKg— Jose Borda (@Borda_analista) April 3, 2025