Foot Mercato í Frakklandi segir að Mohamed Salah ætli að gera nýjan samning við Liverpool.
Salah er 32 ára gamall en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar.
Trent Alexander-Arnold er að verða samningslaus líkt og Salah en hann virðist á leið til Real Madrid.
Salah hefur verið besti leikmaður ensku deildarinnar og því afar mikilvægt fyrir Liverpool að halda í hann.
Salah hefur verið orðaður við lið Í Sádí Arabíu og PSG en virðist ætla að halda tryggð við Liverpool.